Gallup kannaði fylgi forsetaframbjóðenda

Gallup framkvæmdi netkönnun dagana 19. til 25. maí um fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Í úrtaki voru 1.429 og svöruðu 57,2% spurningunni. 3% segjast ætla að skila auðu en 12,4% tóku ekki afstöðu. Niðurstaðan var sú að Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur mældist með 57% fylgi. Davíð Oddsson ritstjóri nýtur stuðnings 22% og Andri Snær Magnason rithöfund segjast 11% ætla að styðja. Aðrir frambjóðendur hafa mun minna fylgi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir