Gert er ráð fyrir að verkefninu verði skipt í tvo áfanga. Ráðist verður í áfanga 1 eins fljótt og auðið er en þar verður ný eftirþurrkun, rými fyrir þurrkjöfnun og pökkun. Fáist byggingarleyfi fyrir seinni áfanganum munu framkvæmdir við hann hefjast þegar aðgengi fæst að heitu vatni og landfylling verður til staðar.

Beðið eftir niðurstöðu HEV og Skipulagsstofnunar

Eins og kunnugt er var tillaga um breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis á Akranesi samþykkt í bæjarstjórn síðastliðið þriðjudagskvöld. Nær tillagan til lóðanna að Breiðargötu 8, 8A og 8B sem eru í eigu HB Granda. Samþykkt deiliskipulag var forsenda þess að fyrirtækið geti byggt á þeim stað nýja fiskþurrkunarverksmiðju. Aðspurður um næstu skref varðandi stækkun, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda, að málið sé nú inni á borði opinberra stofnana. Hann geti því ekki sagt til um framhaldið að svo stöddu. „Við munum ekki aðhafast neitt fyrr en fyrir liggur starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og samþykki Skipulagsstofnunar á nýju deiliskipulagi. Ég get engu spáð fyrir um hvenær niðurstaða þessara tveggja stofnana liggur fyrir,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Skessuhorn í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir