Atvinnuleysi var 4,9% í apríl

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 198.800 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í apríl 2016, sem jafngildir 84,1% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 188.900 starfandi og 9.800 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,9% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 4,9%. Samanburður mælinga fyrir apríl 2015 og 2016 sýnir að atvinnuþátttakan jókst um 2,1 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 8.900 og hlutfallið af mannfjölda jókst um 2,5 stig. Atvinnulausum fækkaði um 800 manns og hlutfall þeirra af vinnuaflinu lækkaði um 0,6 prósentustig. „Íslenskur vinnumarkaður sveiflast reglulega milli mánaða útaf árstíðabundnum þáttum. Þetta má t.d. greinlega sjá á vormánuðum hvers árs þegar ungt fólk (16-24 ára) streymir inn á vinnumarkaðinn í leit að sumar- og/eða framtíðarstörfum. Áhrifin eru þá helst þau að til skamms tíma eykst atvinnuleysi verulega,“ segir í frét Hagstofunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira