Æðarkollan hefur engan veginn gert sér grein fyrir því verkfræðiundri sem niðurfallsrennur eru. Hér er hún áður en Óskar Þór kom henni til aðstoðar.

Æðarkollu komið til hjálpar

Þessi æðarkolla gerði sér nýverið hreiður í skjóli við skemmuvegg á bænum Tröðum í Hraunhreppi. Hún áttaði sig hins vegar ekki á því að hreiðrið var beint undir niðurfalli af þakrennunni. Því hefði vætu og vosbúðar verið að vænta ef ekki hefði komið til hjálp frá mannfólkinu. Hann Óskar Þór Óskarsson vélamaður og æðarbóndi í Tröðum reddaði kollunni. Hann bætti einfaldlega beygju og viðbótarröri framan við niðurfallið og tengdi framhjá. Æðarkollan var hin rólegasta á meðan, hreyfði sig ekki af hreiðrinu og var þakklát aðstoðinni.

Búið að tengja framhjá hreiðrinu og kollan sem fyrr hin rólegasta. Ljósm. óþó.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira