Viðbygging risin við gamla bókasafnið á Akranesi

Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá er verið að breyta gamla bókasafnshúsinu við Heiðarbraut 40 á Akranesi í íbúðarhúsnæði. Hefur sú vinna staðið yfir undanfarið ár. Framkvæmdum í sjálfu bókasafnshúsinu er lokið, allar íbúðir tilbúnar og aðeins ein óseld. Þessa dagana er unnið við viðbyggingu hússins. Hún er risin, var reist úr forsteyptum einingum, og gler eru komin í flesta glugga. Að sögn Hákonar Svavarssonar hjá fasteignasölunni Valfelli er áætlað að íbúðirnar í nýbyggingunni verði tilbúnar til afhendingar í lok september. „Þegar er búið að selja eina og taka frá tvær aðrar. Fólk hefur haft frumkvæði að þeim kaupum sjálft en annars verða íbúðirnar settar á sölu nú upp úr mánaðamótum. Þær verða síðan tilbúnar til afhendingar í lok september,“ segir Hákon.

Sjá nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir