Búmannablokkin við Þjóðbraut 1 á Akranesi er stærsta einstaka eign félagsins á Vesturlandi.

Viðsnúningur hjá Búmönnum

Í september á síðasta ári var kjörinn nýr formaður stjórnar samvinnufélagsins Búmanna, stjórn endurnýjuð að hluta og öll varastjórn endurnýjuð. „Þegar stjórnin tók við var félagið í frjálsu falli. Það var í greiðslustöðvun og ekkert annað blasti við en gjaldþrot félagsins. Ný stjórn hafði það erfiða verk fyrir höndum að bjarga félaginu frá gjaldþroti,“ var meðal þess sem kom fram í ræðu Gunnars Kristinssonar, formanns Búmanna á aðalfundi félagsins 19. maí síðastliðinn. Sagði hann að bregðast hafi þurft hratt við og koma fram með trúverðugar lausnir í málum félagsins. Fjölmargir fundir hafa verið haldnir með ráðgjöfum, lögfræðingum og Íbúðalánasjóði til þess að koma í veg fyrir gjaldþrot félagsins.

Nú sér til sólar í málefnum félagsins, eins og ítarlega er sagt frá í frétt í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir