Svipmynd frá æfingu í Tónlistarskólanum á Akranesi. Heiðrún Hámundardóttir kennari næst í mynd.

Níu sóttu um skólastjórastöðu TOSKA

Umsóknarfrestur um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans á Akranesi rann út 12. maí síðastliðinn. Níu manns sóttu um starfið: Alexandra Chernyshova, Birgir Baldursson, Birgir Þórisson, Daníel Arason, Gestur Guðnason, Guðbjörg Leifsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Ragnar Jónsson og Sveinn Sigurbjörnsson.

Þessa dagana er verið að vinna úr umsóknunum. Bæjarstjórn mun síðan taka ákvörðun um ráðningu skjólastjóra tónlistarskólans í júní, að fenginni tillögu skóla- og frístundaráðs bæjarins. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira