
Hérumbil safn Gunna Jóns í Borgarnesi
Öll bæjarfélög luma á litlum og stórum leyndarmálum. Fram til þessa, eða þar til að þessi frétt birtist hér, er lítið smámunasafn í Borgarnesi sem fáir hafa vitað af. Það er Gunnar Jónsson smiður og múrari hjá Nesafli í Borgarnesi sem hóf fyrir nokkru að halda til haga ýmsum munum sem tengjast sögunni, einkum hans heimabyggð. Safnið hefur nánast aldrei verið opið almenningi utan þess að í tilefni Safnadagsins í liðinni viku opnaði Gunni safnið í klukkustund síðdegis. Safnið kallar hann Hérumbilsafn Gunna Jóns, vill ekki gera of mikið úr því. Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja í heimsókn til Gunna á Hérumbilsafnið en það er til húsa í geymslurými bakatil í gamla pósthúsinu við Borgarbraut 12 í Borgarnesi. Gunnar á hluta hússins og þar á meðal þetta rými sem hann hefur fram til þessa notað sem lager- og geymsluhúsnæði fyrir starfsemi Egils Guesthouse og Nesafls.
Í Skessuhorni sem kom út í dag er sagt frá Hérumbilsafninu í máli og myndum.