Gunnar Jónsson smiður og safnari stendur hér við hlið forláta tréstyttu, jazzista. Þeir sem komu við á veitingastaðnum Búðarkletti sem var og hét muna eftir þessum karli sem var á barnum allan þann tíma sem veitingahúsið var opið (nú eða muna það ekki!)

Hérumbil safn Gunna Jóns í Borgarnesi

Öll bæjarfélög luma á litlum og stórum leyndarmálum. Fram til þessa, eða þar til að þessi frétt birtist hér, er lítið smámunasafn í Borgarnesi sem fáir hafa vitað af. Það er Gunnar Jónsson smiður og múrari hjá Nesafli í Borgarnesi sem hóf fyrir nokkru að halda til haga ýmsum munum sem tengjast sögunni, einkum hans heimabyggð. Safnið hefur nánast aldrei verið opið almenningi utan þess að í tilefni Safnadagsins í liðinni viku opnaði Gunni safnið í klukkustund síðdegis. Safnið kallar hann Hérumbilsafn Gunna Jóns, vill ekki gera of mikið úr því. Blaðamaður Skessuhorns fékk að kíkja í heimsókn til Gunna á Hérumbilsafnið en það er til húsa í geymslurými bakatil í gamla pósthúsinu við Borgarbraut 12 í Borgarnesi. Gunnar á hluta hússins og þar á meðal þetta rými sem hann hefur fram til þessa notað sem lager- og geymsluhúsnæði fyrir starfsemi Egils Guesthouse og Nesafls.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er sagt frá Hérumbilsafninu í máli og myndum.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira