Sigríður Bylgja ásamt foreldrum.

Tók við framkvæmdastjórn Pírata

Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Pírata á Íslandi. Sigríður Bylgja er með BA gráðu í HHS frá Háskólanum á Bifröst og MSc í Mannvistfræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð. Áður en hún hóf nám á Bifröst starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Starfsgreinasambandi Íslands og Landvernd en einnig hefur hún starfað hjá Utanríkisráðuneytinu og Saga fest. Auk þess var hún handritshöfundur og framleiðandi heimildarmyndarinnar USE LESS í samstarfi við Vesturport og Vakandi. Alls sóttu um 30 manns um stöðu framkvæmdastjóra Pírata og samþykkti framkvæmdaráð einróma að ráða Sigríði Bylgju sem framkvæmdastjóra.

Aðspurð segir Sigríður Bylgja HHS námið á Bifröst vera frábæran undirbúning fyrir nútíma stjórnmál þar sem í náminu sé lögð áhersla á að flétta saman heimspeki, hagfræði og stjórnamálafræði og finna snertipunkt á þessum greinum. „Námið jók víðsýni mína og setti hlutina í stærra samhengi. Kennsla í heimspeki, þar á meðal siðfræði, er eitthvað sem allir sem starfa við stjórnmál ættu að vera skyldugir til þess að læra. Með mikilli verkefna- og hópavinnu sem fylgdi náminu voru aðrir þættir þroskaðir, en með því að starfa mikið í hópum lærði maður málamiðlun, að bera virðingu fyrir skoðunum annarra og kafaði dýpra í málin með miklum rökræðum,“ segir Sigríður Bylgja.

Líkar þetta

Fleiri fréttir