Fjárrekstur í Borgarfirði. Ljósm. úr safni.

Námskeið fyrir nýliða í gæðastýrðri sauðfjárrækt

Matvælastofnun mun í næsta mánuði halda undirbúningsnámskeið fyrir þá sem hyggjast sækja um aðild að gæðastýringu í sauðfjárrækt, en krafist er að þátttakendur í gæðastýrðri sauðfjárrækt hafi sótt slíkt námskeið. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 20. júní klukkan 10-17 á Hvanneyri. Gert er ráð fyrir að halda annað námskeið í nóvember og verður það auglýst þegar nær dregur. Tilkynna þarf þátttöku eigi síðar en 14. júní nk. Tekið er við tilkynningum um þátttöku í síma 530-4800 hjá Matvælastofnun eða með tölvupóstum á netfangið mast@mast.is Nánar á: mast.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.