Kyndilberar í Borgarnesi í gær.

Hlaupið í dag með friðarkyndil á Snæfellsjökul

Farið verður með logandi friðarkyndilinn upp á Snæfellsjökul klukkan 13 í dag í Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupinu. Fólk verður á hlaupum um Íslandi þessa vikuna áður en logandi friðarkyndillinn verður sendur áfram til Slóvakíu, en öll lönd í Evrópu og yfir 100 lönd í allt taka þátt í þessu kyndilboðhlaupi, sem indverski friðarfrömuðurinn Sri Chinmoy stofnaði árið 1987. Hlaupið verður statt á Snæfellsnesi í dag og klukkan 13 verður farið upp á sjálfan Snæfellsjökul með logandi kyndilinn. Í gær hlupu krakkar úr Grunnskóla Borgarness og Laugargerðisskóla með Sri Chinmoy heimseiningar friðarhlaupinu. Meðfylgjandi mynd var tekin í Borgarnesi.

Friðarhlaupið, sem á næsta ári fagnar 30 ára afmæli, mun halda áfram hlaupi sínu og verður farið eftir Snæfellsnesi. Alls verða heimsóttir sjö skólar og krökkum gefinn kostur á að halda á friðarkyndlinum. Allt eru þetta skólar sem friðarhlaupið heimsækir í fyrsta sinn. Lokaathöfn verður svo á föstudaginn 27. maí í Reykjavík. Hlaupið var statt í Lýsuhólsskóla í morgun og klukkan 13 við Snæfelljökul eins og áður segir. Á morgun, miðvikudaginn 25. maí klukkan 11 verður það statt við Grunnskóla Snæfellsbæjar á Hellissandi og klukkan 13 í Ólafsvík. Fimmtudaginn 26. maí klukkan 8:50 verður hópurinn staddur við Grunnskóla Grundarfjarðar og klukkan 11:45 við skólann í Stykkishólmi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir