Formlega búið að stofna Viðreisn

Nýja stjórnmálaaflið Viðreisn var formlega stofnað síðdegis í dag á fundi í Hörpunni. Fundurinn var vel sóttur og troðfullt en hátt í 400 manns mættu. Grunnstefnumið voru samþykkt og stjórn kjörin. Ræðumenn á fundinum voru Geir Finnsson markaðsstjóri, Hulda Þórisdóttir lektor í stjórnmálafræði við HÍ, Bjarni Halldór Janusson háskólanemi, Helga Valfells forstöðumaður Nýsköpunarsjóðs og Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur.

Eftirfarandi voru kjörin í stjórn Viðreisnar sem situr fram að aðalfundi í haust: Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur var kjörinn formaður. Ásamt honum voru eftirtalin kjörin: Ásdís Rafnar lögfræðingur; Bjarni Halldór Janusson háskólanemi; Daði Már Kristófersson hagfræðingur; Geir Finnsson markaðsstjóri; Georg Brynjarsson hagfræðingur; Hulda Herjólfsdóttir Skogland alþjóðastjórnmálafræðingur; Jenný Guðrún Jónsdóttir kennari; Jón Steindór Valdimarsson lögfræðingur; Jóna Sólveig Elínardóttir alþjóðastjórnmálafræðingur; Jórunn Frímannsdótti, hjúkrunarfræðingur; Katrín Kristjana Hjartardóttir stjórnmálafræðingur; Sigurjón Arnórsson viðskiptafræðingur; Vilmundur Jósepsson fv. formaður Samtaka atvinnulífsins og Þórunn Benediktsdóttur framkvæmdastjóri hjúkrunar HSS.

Líkar þetta

Fleiri fréttir