Fjögur þúsund tonn af nautgripakjöti

Samkvæmt yfirliti frá búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar hafa rétt rúmlega fjögur þúsund tonn af nautgripakjöti verið framleidd síðastliðna tólf mánuði, maí 2015 til apríl 2016. Er það aukning sem nemur 16,8% miðað við sama tímabil frá árinu á undan. Salan á sama tímabili var 3.970 tonn, sem er aukning um 15,1% frá fyrra ári. Þetta kemur fram á vef Landsambands kúabænda. „Framleiðslan skiptist þannig að ungnautakjöt var 2.336 tonn, aukning um 14,3%, kýrkjöt var 1.606 tonn, sem er aukning um 19% frá fyrra ári, ungkálfar voru 47 tonn, sem er aukning um 57% frá árinu áður og alikálfar voru 17 tonn, sem er rúmlega tvöföldun frá síðasta ári,“ segir á vef LK. Þá kemur fram að innflutningur nautgripakjöts á fyrstu þremur mánuðum ársins dróst saman um 38 prósentustig. Var 68 tonn nú en 111 tonn á sama tímabili í fyrra.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir