Byrjað var að rífa skúrinn á lóðinni. Ljósm. KI.

Byrjað að rífa Suðurgötu 64

Í gær hófst niðurrif á Suðurgötu 64 á Akranesi. Húsið hefur verið í eigu Akraneskaupstaðar frá 2014 og staðið autt um hríð. Suðurgata 64 er við Akratorg og er húsið þriggja hæða og var áður nýtt sem íbúðarhús. Líkt og fram kom í Skessuhorni í síðustu viku verður gengið frá svæðinu með þökulögn eftir að húsið og bílskúrinn verða horfin. Þá eru hugmyndir uppi um stærri tré á lóðinni sem bráðabirgðarlausn á meðan verið er að skoða hvernig best verður að haga uppbyggingu á lóðinni í framtíðinni. Bærinn á auk þess lóðina við hliðina sem skráð er Suðurgata 66 og hefur sýnt því áhuga að kaupa húsið Suðurgötu 62.

Líkar þetta

Fleiri fréttir