Boruðu eftir vatni til að nota á varmadælur

Í síðustu viku voru þeir félagar hjá Vatnsborun Árna Kópssonar mættir með borinn Óðinn til hjónanna Sigrúnar Fjólu Vigfúsdóttur og Böðvars Jónssonar á Hellissandi. Tilgangurinn var að bora eftir vatni hjá þeim hjónum en þau eru nýflutt til landsins frá Noregi eftir að hafa búið þar í 14 ár. Ætlunin er að nota vatnið úr boruninni fyrir varmadælu, er slík aðferð er vel þekkt í Noregi og reyndar í seinni tíð hér á landi einnig. Hefur Böðvar verið að vinna við uppsetningu á varmadælum af þessu tagi undanfarin ár. Borað var niður á um 100 metra dýpi og gekk það vel. Eru þau hjón búin að stofna fyrirtæki sem kemur til með að selja og setja upp varmadælur og heitir fyrirtækið Hitatema ehf.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir