Annar útskriftarhópurinn. Ljósm. vlfa.is

Útskrifað úr Stóriðjuskóla Norðuráls

Síðastliðinn fimmtudag var útskrift úr Stóriðjuskóla Norðuráls á Grundartanga. Þá luku 15 starfsmenn grunnnámi en í heildina hafa 62 starfsmenn lokið því frá því skólinn tók til starfa í byrjun árs 2012 eftir að Norðurál, Verkalýðsfélag Akraness og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi gerðu samning þar að lútandi haustið áður. Við sama tækifæri útskrifuðust einnig starfsmenn í framhaldsnámi við Stóriðjuskólann og í heildina hafa nú 33 lokið því námi. Þetta þýðir að alls hafa 95 starfsmenn lokið grunn- og framhaldsnámi úr Stóriðjuskóla Norðuráls frá því hann hóf starfsemi sína.

Námskrá skólans er viðurkennd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Námið eykur hæfni starfsmanna til muna og er því til hagsbótar bæði fyrir þá sjálfa og fyrirtækið. Einnig er um að ræða fjárhagslegan ávinning fyrir þá starfsmenn sem ljúka námi því laun hækka um 5% eftir grunnnámið og aftur um 5% ef menn ljúka framhaldsnáminu. Kennarar koma frá Fjölbrautaskóla Vesturlands en einnig sér Símenntunarmiðstöð Vesturlands um námskeið við skólann.

Útskrift úr Stóriðjuskólanum_2

Líkar þetta

Fleiri fréttir