Svipmynd úr reiðhöllinni. Ljósm. iss.

Gleði á æskulýðsdegi hestamannafélaganna

Æskulýðsdagur hestamannafélaganna á Vesturlandi var haldinn í Borgarnesi á laugardaginn. Að sögn þeirra sem mættu var dagurinn skemmtilegur og þá sérstaklega fyrir krakkana. Var öllum börnum á Vesturlandi boðið að taka þátt og komu krakkar m.a. fram í búningum. Teymt var undir þeim yngstu. Sýnd voru glæsileg atriði sem krakkar úr landshlutanum hafa æft í vetur undir stjórn Berglindar Ragnarsdóttur. Útbúin var treck braut sem krakkaranir og áhorfendur höfðu mikið gaman af. Í lokin var svo grillað og boðið upp á að teyma undir óvönum.

Sjá fleiri myndir í Skessuhorni vikunnar.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir