Ný stjórn Pírata á Vesturlandi. F.v. Hafsteinn Sverrisson, Gunnar Jökull Karlsson, Ágúst Smári Beaumont, Hinrik Konráðsson og Eiríkur Þór Theódórsson.

Píratar héldu aðalfund sinn í Grundarfirði

Aðalfundur Pírata á Vesturlandi var haldinn síðastliðinn laugardag í Grundarfirði. Staðurinn var valinn til heiðurs nýjasta aðildarfélagi flokksins, Pírötum í Grundarfjarðarbæ. Á fundinum var hefðbundin dagskrá aðalfundar auk þess sem ný stjórn var kosin. Formaður var kosinn í forgangskosningu, til að tryggja að sá sem nyti mest stuðnings meðal félagsmanna hlyti oddvitasætið. Stjórnin var kosin með sama hætti en án þess þó að ákveðin röð væri reiknuð. Í kjölfarið fundaði ný stjórn þar sem hún deildi með sér lögbundnum verkefnum félagsins og raðast þau niður á eftirfarandi hátt: Eiríkur Þór Theódórsson formaður, Hafsteinn Sverrisson varaformaður, Gunnar Jökull Karlsson samráðsfulltrúi, Hinrik Konráðsson gjaldkeri og Ágúst Smári Beaumont ritari.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir