Framboðsfundur Guðna Th Jóhannessonar í Tónbergi á Akranesi.

Tíu skiluðu inn gögnum til framboðs

Nú eru frambjóðendur til embættis forseta Íslands komnir á ferð og flug til að kynna stefnumál sín. Tíu frambjóðendur skiluðu inn gögnum vegna framboðs og fylla því mögulega kjörseðilinn 25. júní næstkomandi. Þetta eru í stafrófsröð: Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús Ingberg Jónsson og Sturla Jónsson. Yfirkjörstjórn mun skera úr um það eigi síðar en 27. maí nk. hvort tilskyldur fjöldi meðmælenda hafi fylgt öllum framboðum og þau löglega fram sett að öðru leyti. Kemur þá fyrst í ljós hvort frambjóðendur verða tíu eða færri.

Einn þessara frambjóðenda, Guðni Th Jóhannesson sagnfræðingur, boðaði til opins fundar í Tónbergi á Akranesi í gær, þar sem hann kynnti stefnumál sín. Í tilkynningu frá skrifstofu framboðs Guðna kom fram að fundinn hafi sótt um 200 gestir. Meðfylgjandi mynd fylgdu tilkynningunni um heimsóknina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir