Slökkvilið kallað að Hvalstöðinni

Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar fékk í morgun útkall að Hvalstöðinni í Hvalfirði. Vegfarandi hafði séð opinn eld og reyk og gerði viðvart í 112. Slökkvilið var fljótt á staðinn og gekk slökkvistarf vel. Í ljós kom að kviknað hafði í út frá rafstrengjum sem liggja grunnt í jörðu út á bryggjuna þar sem hvalveiðiskipin leggja að. Þar eru ýmsar lagnir sem flytja lýsa og olíu ásamt rafstreng og hitastreng sem liggur samsíða lýsisröri. Logaði í einangrun og þurrum jarðvegi. Slökkviliðsmenn grófu rafstrenginn upp og slökktu í glæðunum með froðu og vatni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir