Reikna má með því að hitna taki í kolunum á þingi þegar formaður Framsóknarflokksins hefur lýst því yfir að hann sé ósammála því að kosningar fari fram í haust.

Sigmundur Davíð ósammála því að kosið verði í haust

Sigmundur Davíð Gunnlaugssson formaður Framsóknarflokks og fyrrverandi forsætisráðherra var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann kemur  úr fríi í dag og sest að nýju á þing, nú sem óbreyttur þingmaður. Í þættinum lét hann ýmis ummæli falla, meðal annars þau að hann væri ekki sammála því að boðað yrði til kosninga í haust eins og núverandi forystumenn ríkisstjórnarinnar lofuðu í tröppum Alþingis í vor eftir að forsætisráðherra vék og ný ríkisstjórn undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar tók við. Sigmundur Davíð kvaðst fylgjandi því að kosið verði næsta vor þegar kjörtímabilið á að renna út. Þá kvaðst Sigmundur Davíð stefna að því að leiða Framsóknrflokkinn í þingkosningum þegar þær verða.

Nánar á bylgjan.is

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira