Bæjarstjórinn í bæjarvinnu

Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ tók sér frí frá skrifstofustörfunum á dögunum. Skellti hann sér ásamt Ævari Sveinssyni bæjarverkstjóra í að ganga frá gangstéttinni sem nýbúið var að steypa við Íþróttahús Snæfellsbæjar. Fórst þeim félögum þetta verk vel úr hendi og ánægjulegt að sjá að bæjarstjórinn lætur sig margt í bæjarfélaginu varða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir