Bæjarstjórinn í bæjarvinnu

Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ tók sér frí frá skrifstofustörfunum á dögunum. Skellti hann sér ásamt Ævari Sveinssyni bæjarverkstjóra í að ganga frá gangstéttinni sem nýbúið var að steypa við Íþróttahús Snæfellsbæjar. Fórst þeim félögum þetta verk vel úr hendi og ánægjulegt að sjá að bæjarstjórinn lætur sig margt í bæjarfélaginu varða.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira