Verið er að vinna útboðsgögn vegna sundlaugasvæðisins og vegna uppsetningar á Guðlaugu, heitri laug í grjótvörn við Langasand.

Ýmsar framkvæmdir framundan á Akranesi

Talsverðar framkvæmdir eru framundan á vegum Akraneskaupstaðar á þessu ári. Um er að ræða ýmis verkefni, bæði lítil og stór. Má þar nefna aðgerðir við götur og gangstéttar, sundlaugarsvæðið við Jaðarsbakka, Sementsreitinn og fleira. Nú þegar hefur verið byrjað á framkvæmdum við Vesturgötu þar sem bæði er búið að fræsa götuna og var neðsti hluti Vesturgötu malbikaður síðastliðinn föstudag. Að sögn Sigurðar Páls Harðarsonar sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs á Akranesi hafa malbiksyfirlagnir yfir steyptar götur almennt gengið vel á Akranesi. Neðsti hluti Vesturgötu var fræstur árið 2015 en ekki reyndist unnt að yfirleggja hann vegna veðurs á því ári og var það því gert nú. Þá hefur Vesturgata frá Merkigerði að Stillholti verið fræst. Fræsing á götunni var gerð með tilliti til þess að gatan gæti staðið ein og sér í einhvern tíma eftir fræsingu, á meðan verið væri að finna ástæður þess hvers vegna yfirlögn á þessum kafla götunnar tókst ekki sem skyldi síðast þegar yfirlagt var.

Nánar er fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir á Akranesi í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.