Svala Svavarsdóttir þjónustustjóri Arionbanka í Búðardal.

Útibú Arion banka í Búðardal opnað í nýju húsnæði

Í gær var nýtt útibú Arion banka opnað við Miðbraut 13 í Búðardal. Framkvæmdir á nýja húsnæðinu hafa staðið yfir síðustu mánuði og deilir bankinn nú húsnæði með Íslandspósti. „Starfsfólkið hefur staðið sig gríðarlega vel í undirbúningnum og íbúar eru jákvæðir. Hér er góð stemning og allir mjög ánægðir með nýju húsakynnin,” sagði Svala Svavarsdóttir, þjónustustjóri Arion banka í Búðardal. Bankinn bauð uppá kaffi og meðlæti í tilefni dagsins auk þess sem Ari, apinn úr Sparilandi, mætti á svæðið.

Opnunartími útibúsins verður frá kl. 10.00 til 14.00 og er auk þess búið að koma fyrir alhliða hraðbanka sem verður opinn allan sólarhringinn.

 

-fréttatilkynning

Líkar þetta

Fleiri fréttir