MT1: Með stækkuninni bætast tólf herbergi við þau 36 sem fyrir eru á hótelinu.

Stækkun stendur yfir á Hótel Húsafelli

Hótel Húsafell var opnað með formlegum hætti 15. júlí á síðasta ári þegar tekið var á móti fyrstu gestunum. Nú þegar hefur verið ráðist í stækkun hótelsins úr 36 herbergjum í 48. Framkvæmdir hófust í marsmánuði og ganga vel. „Platan var steypt í byrjun apríl og verkinu á að vera að fullu lokið um miðjan júlí. Þá tökum við á móti fyrstu gestunum í nýju herbergin,“ segir Þórður Kristleifsson á Húsafelli í samtali við Skessuhorn. Hann segir stækkunina tilkomna vegna mikillar eftirspurnar. „Viðtökurnar voru mjög góðar eftir að við opnuðum í fyrra. Hótelið hefur verið vel bókað allt frá opnun og komandi sumar lítur einnig mjög vel út. Eins og staðan er í dag er hótelið alveg fullnýtt í sumar og nánast fram í endaðan nóvember. Þar með talin þau tólf herbergi sem verið er að bæta við núna,“ segir hann.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir