Nýr eigandi tekinn við Hótel Framnesi

Eigendaskipti hafa orðið á Hótel Framnesi í Grundarfirði. Gísli Ólafsson hefur selt hótelið sem hann hefur rekið undanfarin ár. Hann mun þó áfram reka kaffihúsið Láka Kaffi ásamt hvalaskoðunarbunum Láka I og Láka II sem hann gerir út frá Grundarfirði og Ólafsvík. Rætt verður við Sigurkarl Bjart Rúnarsson eiganda fyrirtækisins sem tekur við rekstrinum í Skessuhorni innan tíðar, en hann baðst undan viðtali meðan hann er að koma sér betur inn í rekstur hótelsins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir