Börn við Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi. Ljósm. úr safni.

Jákvæður rekstur Eyja- og Miklaholtshrepps

Ársreikningur Eyja- og Miklaholtshrepps fyrir árið 2015 var samþykktur til seinni umræðu á fundi hreppsnefndar 5. maí síðastliðinn. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 7,5 milljónir króna, en þar af var rekstrarniðurstaða A hluta jákvæð um 8,3 milljónir. Eigið fé sveitarfélagsins í lok árs 2015 var 198,4 milljónir samkvæmt efnahagsreikningi A og B hluta, en eigið fé A hluta nam 199,2 milljónum króna.

Rekstrartekjur Eyja- og Miklaholtshrepps námu á síðasta ári 127,5 milljónum króna í A og B hluta. Þar af 61,6 milljónir útsvar og fasteignaskattur, 39,8 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs og 26,1 milljón aðrar tekjur. Ekki er um að ræða tekjur af Gagnaveitu á árinu 2015.

Rekstargjöld sveitarfélagsins voru rúmar 123 milljónir. Laun og launatengd gjöld námu 65,6 milljónum en annar rekstrarkostnaður tæpum 57,8 milljónum. Afskriftir voru 819 þúsund krónur. Rekstrarniðurstaða án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var rúm 3,5 milljón en fjármunatekjur og fjármagnsgjöld rétt tæpar fjórar milljónir. Rekstrarniðurstaða var því sem fyrr segir 7,5 milljónir króna.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir