Háskólalestin á leið um Stykkishólm

Háskólalest Háskóla Íslands er nú í Stykkishólmi sem er þriðji áfangastaður lestarinnar þetta vorið. Í dag sátu um 90 nemendur í 6.-10. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi námskeið úr Háskóla unga fólksins á vegum Háskólalestarinnar en kennslan var í höndum nemenda og kennara við Háskóla Íslands. Nemendur gátu valið á milli námskeiða í efnafræði, japönsku, eðlisfræði, stjörnufræði, jarðfræði, vindmyllusmíði, leiks með hljóð og vísindaheimspeki.

Á morgun er svo komið að vísindaveislu Háskólalestarinnar sem fer fram á Hótel Stykkishólmi á milli kl. 12 og 16. Þar getur fólk á öllum aldri prófað þrautir, tilraunir og tæki, reynt sig við vindmyllusmíði, lært að rita nafn sitt á japönsku, handleikið fjölbreyttar steintegundir úr íslenskri náttúru, kynnt sér undraveröld hljóðsins og fylgst með efnafræðisýningu á vegum Sprengjugengisins. Einnig verður boðið upp á ferðir um himingeiminn í stjörnutjaldinu sem verður í Grunnskólanum í Stykkishólmi.  Háskólalestin leggur áherslu á góða samvinnu við heimamenn og því munu fulltrúar frá Snæfellsnesi þjóðgarði og Vör sjávarrannsóknasetri taka þátt í vísindaveislunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Gleðilegt sumar!

Skessuhorn óskar lesendum sínum, ungum sem gömlum, til sjávar og sveita, gleðilegs sumars.