Þessi ungi maður tekur því rólega í prjónahorninu í Handavinnuhúsinu.

Handavinnuhúsið flutt í Hyrnutorg

Um liðna helgi var Handavinnuhúsið flutt um set í Borgarnesi. Verslunin hefur fram að þessu verið til húsa á Brákarbraut 3 en hefur nú flutt í Hyrnutorg þar sem Knapinn var síðast til húsa. Sigríður Karlsdóttir sagði í samtali við blaðamann Skessuhorns að verslunin hafi verið opnuð í nýju húsnæði strax í gærmorgun, þriðjudag. „Við ætlum að lengja opnunartímann, í það minnsta núna í sumar, og hafa opnið frá klukkan 10-18. Aðrar breytingar hafa ekki verið ákveðnar, við erum bara að prufa eitthvað nýtt,“ segir Sigríður aðspurð um hvort frekari breytingar væru væntanlegar í versluninni.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir