Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands.

Guðni Th með fund á Akranesi á laugardag

Guðni Th. Jóhannesson heldur sinn fyrsta opna fund í forsetaframboði sínu í Tónlistarskólanum á Akranesi á morgun laugardag, 21. maí klukkan 14.00. „Áður mun Guðni heimsækja hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Fundurinn markar upphaf ferða Guðna um landið allt til að kynna sig og stefnumál sín. Fundurinn er opinn öllum og verður einnig sendur út á Facebook síðu forsetaframboðs Guðna T. Jóhannessonar,“ segir í tilkynningu frá kosningamiðstöð Guðna Th.

Líkar þetta

Fleiri fréttir