Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra og Magnús Guðmundsson, forstjóri LMÍ, ásamt ráðstefnugestum.

Afmælisráðstefna og opið hús hjá LMÍ

Þessa stundina stendur yfir ráðstefnan Kortin vísa veginn í Tónbergi, sal Tónlistarskólans á Akranesi. Er hún haldin í tilefni af 60 ára afmæli Landmælinga Íslands. Ráðstefnan hófst í morgun og lýkur nú á hádegi. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ávarpaði gesti við upphaf ráðstefnunnar sjálfrar sem og Magnús Guðmundsson, forstjóri LMÍ. Síðan tóku við erindi fyrirlesara um allt frá opnum gögnum til öryggis almennings, náttúruvár og vöktunar. Landakort og mikilvægi þeirra gengur eins og rauður þráður gegnum öll erindi ráðstefnunnar.

Samhliða ráðstefnunni var opnuð sýning í Tónbergi á verkefnum barna í 3. bekk Brekkubæjarskóla og 4. bekk Grundaskóla. Verkefnin voru sérstaklega unnin í tilefni sextugsafmælis LMÍ og fjalla meðal annars um örnefni og fjöll.

Eftir hádegi í dag, milli klukkan 14:00 og 17:00, verður opið hús hjá Landmælingum Íslands, Stillholti 16-18 á Akranesi. Gestum og gangandi er boðið að hitta starfsfólk og kynna sér starfsemina.

Afmælisráðstefna og opið hús hjá LMÍ_2 Afmælisráðstefna og opið hús hjá LMÍ_3 Afmælisráðstefna og opið hús hjá LMÍ_4

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira