Tjaldurinn á bilastæðinu við tjaldstæðið. Ljósm. þa.

Tjaldur við tjaldstæðið í Ólafsvík

Það eru ekki öll hreiður sem njóta lögregluverndar. Þó er svo farið hjá þessu tjaldspari sem á hreiður sitt rétt hjá tjaldstæðinu í Ólafsvík. Hreiðurgerðin hefur átt sér stað á miðju bílastæði skammt frá þjóðveginum og er því mikil umferð þar um. Settar voru upp merkingar til að hreiðrið sæist betur, fengi frið og bætti líkurnar á að ungarnir komist á legg. Þetta er þó ekki eina hreiðrið sem þurfti að setja í kringum því stutt frá eða við félagsheimilið Klif er annað hreiður á bílastæðinu við sjóinn. Þar er búið að raða steinum í kring til að gera hreiðrið sjáanlegra.

Líkar þetta

Fleiri fréttir