Starfsfólk í útibúinu. Ljósm. þa.

Landsbankinn í fjörutíu ár í Snæfellsbæ

Það var mikið um að vera í útibúi Landsbankans í Snæfellsbæ á síðasta föstudag. Þá var íbúum boðið að fagna með starfsfólki bankans þeim áfanga að 40 ár voru liðin frá því bankinn opnaði fyrst útibú í Snæfellsbæ. Gestum var boðið upp á veitingar og tónlistarveislu en nemendur Tónlistarskóla Snæfellsbæjar fluttu tónlistaratriði. Einnig sungu þær Olga Guðrún Gunnarsdóttir og Guðríður Sirrý Gunnarsdóttir fyrir gesti en þær hafa báðar starfað hjá bankanum í mörg ár. Ljósmyndasýning frá sögu útibúsins var á staðnum og þar kenndi ýmsra grasa og mjög gaman að skoða hana.

Alls hafa tíu útibússtjórar starfað í Ólafsvík og á Hellissandi. Núverandi útibússtjóri í Snæfellsbæ er Þórhalla H. Baldursdóttir.  Þess má einnig geta að til sýnis í bankanum var fyrsta bankabókin sem stofnuð var í útibúinu og er hún að sjálfsögðu númer eitt. Eigandi hennar Jens Brynjólfsson sem var þá níu ára gamall stofnaði bókina. Var hann fyrstur í röðinni og fyrsti viðskiptavinur útibús Landsbankans í Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira