Flosi Einarsson aðstoðarskólastjóri.

Flosi ráðinn aðstoðarskólastjóri Grundaskóla

Flosi Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri Grundaskóla á Akranesi frá og með 1. ágúst næstkomandi. Tekur hann við af Sigurði Arnari Sigurðssyni sem nýverið var ráðinn skólastjóri skólans. Alls bárust fjórar umsóknir um stöðu aðstoðarskólameistaraa. Flosi hefur starfað í Grundaskóla frá árinu 1986 sem kennari, stigstjóri, verkefnastjóri og deildarstjóri á unglingastigi. Hann hefur setið lengi í skólastjórn og hefur verið virkur í ýmsu tónlistar- og þróunarstarfi. Flosi hefur lokið M.ed. prófi í kennslufræði og framhaldsnámi í kvikmyndatónlist.

Líkar þetta

Fleiri fréttir