
Fimm daga lokun vegna útfarar bakarahjóna
Í bæjarblaðinu Jökli sem gefið er út í Ólafsvík er í dag auglýsing þar sem segir frá fimm daga lokun bakarísins á staðnum; Brauðgerð Ólafsvíkur. Þar segir að lokað verði dagana 21. – 25. maí 2016 vegna „út-farar“ bakarahjónanna. Gæsalappir og broskall á viðeigandi stöðum bendir þó til að bakarahjónin séu við góða heilsu, en hafi ákveðið að bregða sér bæjarleið út fyrir landsteinanan í frí. Eins og svo oft á sérhæfðum og smærri vinnustöðum þýðir slíkt að loka verður á meðan. Snæfellingar hafa næstu tvo daga til að birgja sig upp af brauðum í Brauðgerð Ólafsvíkur og koma í frysti.