asdasd

Berglind Axelsdóttir verður skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi

Berglind Axelsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólms. Tillaga um ráðningu hennar var samþykkt í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar síðastliðinn þriðjudag með öllum greiddum atkvæðum. Tekur hún við stöðu skólastjóra í haust af Gunnari Svanlaugssyni, sem gengt hefur starfinu frá árinu 1994.

Segir í rökstuðningi að hún mæti öllum þeim kröfum sem gerðar hafi verið um menntun, reynslu og þekkingu. Hún hafi enn fremur unnið náið að undirbúningi nýrrar Skólastefnu Stykkishólmsbæjar og hafi aflað sér mikilvægrar reynslu til að annast skólastjórnun. Hún hefur starfað sem aðstoðarskólastjóri Grunnskólans í Stykkishólms undanfarin tvö ár og mun gegna þeirri stöðu þar til hún tekur við sem skólastjóri í haust.

„Mér þykir ég mjög heppin að fá þessa stöðu og myndi segja að ég taki við góðu búi,“ segir Berglind hin ánægðasta í samtali við Skessuhorn. Nánar er rætt við Berglindi í næsta tölublaði sem kemur út 25. maí næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir