Fyrstu plöntur vorsins eru komnar á Lágafell og Erpsstaði. Þessi mynd er tekin fyrir norðan á Sólskógum í Kjarnaskógi þegar verið var að ferma bílinn fyrir Vesturlandsferðina. Ljósm. Katrín Ásgrímsdóttir.

Skógræktarsumarið hafið á Vesturlandi

Fyrstu plöntur vorsins voru afhentar á dreifingarstöðvar Vesturlandsskóga á Lágafelli og Erpsstöðum síðastliðinn fimmtudag. Að sögn Sigríðar Júlíu Brynleifsdóttur hjá Vesturlandsskógum voru fyrstu plöntur óvenju snemma á ferðinni í ár og þykir það jákvætt. „Yfirleitt erum við að fá fyrstu plönturnar í lok maí og alveg fram í miðjan júní. Þá eru oft komnir þurrkar en erfiðara er að gróðursetja þegar jörðin er mjög þurr. Nú þegar klakinn er að losna úr jörðu þá nýtist rakinn þaðan plöntunum strax, þannig að það er æskilegt að byrja að gróðursetja eins snemma og hægt er,“ segir Sigríður í samtali við Skessuhorn. „Við hvetjum fólk því til að hefja gróðursetningu strax, svo að sumarið nýtist plöntunum sem mest og best til vaxtar.“

Nánar í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir