Sérblaðið Kvarðinn, fréttabréf LMÍ, fylgir með Skessuhorni í dag.

Sérblað í tilefni afmælis Landmælinga Íslands

Í tilefni þess að Landmælingar Íslands verða 60 ára á þessu ári verður haldin afmælisráðstefna næstkomandi föstudag kl. 9:00 – 12:00. Ráðstefnan verður haldin í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Umfjöllunarefnið verður mikilvægi góðra korta og landupplýsinga í samfélaginu m.a. í tengslum við örnefni, leit og björgun, náttúruvá og ferðaþjónustu. Eftir hádegið sama dag verður svo opið hús frá klukkan 14:00 til 17:00 hjá Landmælingum Íslands þar sem gestir geta hitt starfsmenn og kynnt sér starfsemina.

Í tilefni afmælisins, ráðstefnunnar og opins húss fylgir með Skessuhorni í dag 12 síðna sérblað þar sem ljósi er brugðið á sögu stofnunarinnar, rætt við starfsfólk og ráðamenn sem komu að ákvörðun um flutning stofnunarinnar á Akranes á sínum tíma.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Látrabjarg er nú friðlýst

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skrifað undir plagg til friðlýsingar Látrabjargs. Viðstaddir undirskriftina voru fulltrúar Bjargtanga, félags land-... Lesa meira