Sérblaðið Kvarðinn, fréttabréf LMÍ, fylgir með Skessuhorni í dag.

Sérblað í tilefni afmælis Landmælinga Íslands

Í tilefni þess að Landmælingar Íslands verða 60 ára á þessu ári verður haldin afmælisráðstefna næstkomandi föstudag kl. 9:00 – 12:00. Ráðstefnan verður haldin í Tónbergi, sal Tónlistarskóla Akraness. Umfjöllunarefnið verður mikilvægi góðra korta og landupplýsinga í samfélaginu m.a. í tengslum við örnefni, leit og björgun, náttúruvá og ferðaþjónustu. Eftir hádegið sama dag verður svo opið hús frá klukkan 14:00 til 17:00 hjá Landmælingum Íslands þar sem gestir geta hitt starfsmenn og kynnt sér starfsemina.

Í tilefni afmælisins, ráðstefnunnar og opins húss fylgir með Skessuhorni í dag 12 síðna sérblað þar sem ljósi er brugðið á sögu stofnunarinnar, rætt við starfsfólk og ráðamenn sem komu að ákvörðun um flutning stofnunarinnar á Akranes á sínum tíma.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira