Albatros í Grundarfirði í morgun. Ljósm. tfk.

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins sleppti ankerum á ytri Grundarfjarðarhöfn í morgun. Það var skipið Albatros sem gerir stutt stoppen alls hafa 27 skemmtiferðaskip boðað komu sína á fjörðinn í sumar. Albatros er um 28 þúsund tonn og hefur um 900 farþega innanborðs. Farþegum stóðu til boða ýmsar ferðir með rútum, gönguferð með leiðsögumanni eða bara rölt um bæinn á eigin forsendum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir