Hér er verið að ljúka við slökkvistarf. Ljósm. est.

Slökkvistarf gekk hratt og vel í Húsafelli

Búið er að ráða niðurlögum gróðurelds sem kom upp í Stuttárbotnum í Húsafelli fyrr í dag. Eldur kviknaði og náði að læsa sig í þurran trjágróður og því var mikill viðbúnaður. Að sögn Bjarna Kr Þorsteinssonar slökkviliðsstjóra gekk slökkvistarf hratt og vel. Bæði var fólk í Húsafelli sem kom að slökkvistari og svo mættu slökkviliðsmenn á góðum tank- og dælubíl frá Reykholti. Bjarni vildi koma á framfæri þökkum til fólks fyrir skjót viðbrögð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir