Reka kaffihús og sinna upplýsingagjöf

Kaffi Emil hefur opnað á nýjan leik en veitingastaðurinn er staðsettur í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Það eru mæðgurnar Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og Elsa Fanney Grétarsdóttir sem munu reka kaffihúsið í sumar. Þær mæðgur eru með fyrirtækið Svansskála ehf sem heldur utan um reksturinn. Létt var yfir þeim mæðgum þegar fréttaritari Skessuhorns kíkti við og fékk dýrindis kaffibolla en þær eru nokkuð bjartsýnar fyrir sumarið. Þær munu einnig sinna upplýsingamiðstöðinni á móti starfsfólki þar samhliða rekstri kaffihússins. Það er nokkuð ljóst að enginn verður svikinn af veitingunum á Kaffi Emil enda vandað til verka í eldhúsinu þar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira