Ólöf Snæhólm hefur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Landsbjargar síðastliðinn áratug.

Ólöf ráðin upplýsingafulltrúi Veitna

Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðið Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur í starf upplýsingafulltrúa. Ólöf var ein 125 umsækjenda um starfið og mun hún einkum starfa fyrir Veitur, dótturfyrirtæki OR. Rekstur Veitna er umfangsmikill. Hitaveitur Veitna þjóna um þremur af hverjum fjórum landsmönnum og Veitur reka einnig rafveitur, vatnsveitur og fráveitur víða á sunnan- og vestanverðu landinu. Ólöf hefur starfað hjá Slysvarnarfélaginu Landsbjörg í rétt tæpan áratug sem upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Hún lauk prófi í fjölmiðlafræði við Ohio University í Bandaríkjunum 1993 og las til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Ólöf hefur störf í byrjun júní og verður jafnframt staðgengill Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa OR.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir