Gróðureldur í Húsafelli

Slökkvilið Borgarbyggðar hefur verið kallað út vegna elds sem kviknað hefur í gróðri og þar á meðal kjarri í Húsafelli. Samkvæmt heimildum Skessuhorns er eldurinn að breiðast út og er við Stuttárbotna, ekki langt frá flugvellinum. Meðfylgjandi er skjáskot úr vefmyndavél sem staðsett er talsvert fjarri eldinum. Rauður hringur afmarkar reyk sem leggur upp af svæðinu.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir