Lilja Pálsdóttir fornleifafræðingur á vettvangi við Gufuskála. Ljósm. kgk.

Ekki verður grafið á Gufuskálum í sumar

Enn er unnið að endurmati á munum sem fundist hafa við uppgröft á Gufuskálum síðustu árin og mun Minjastofnun Íslands ekki veita frekari uppgraftarleyfi á staðnum fyrr en þeirri vinnu lýkur. Á Gufuskálum hefur Lilja Pálsdóttir fornleifafræðingur við Fornleifastofnun á síðustu árum stýrt uppgreftri á aldagömlum minjum um útræði, verslun og verbúðir. Skessuhorn hefur fjallað ítarlega um þá vinnu, en unnið hefur verið í miklu kapphlaupi við ágang sjávar sem nagað hefur sífellt meira úr bökkum gömlu verbúðanna. Gert verður hlé á uppgreftrinum í sumar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir