Akstursbann á hálendisvegum

Nú er byrjað að hlána til fjalla og jarðvegur víða orðinn mjög gljúpur, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. „Vegslóðar á hálendinu eru afar viðkvæmir á meðan frost er að fara úr jörðu og í ver  ndarskyni er akstursbann nú þegar á mörgum hálendisvegum. Þeir sem hafa hug á hálendisferðum eru beðnir að kynna sér vel hvert hægt er að fara og hvar akstur er óheimill.“ Á meðfylgjandi korti kemur m.a. fram að vegurinn um Kaldadal er lokaður, sem og Haukadalsvegur í Dölum. Þá er einnig ófært yfir Arnarvatnsheiði, enda sá vegur ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi um miðjan júní.

Akstursbann á hálendisvegum

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Með sjaldgæfan blóðtappa

Skagamaðurinn Oliver Stefánsson, sonur Stefáns Þórs Þórðarsonar og Magneu Guðlaugsdóttur, og varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið... Lesa meira