Blómasetrið – Kaffi kyrrð fagnar tíu ára afmæli

Óhætt er að segja að Borgnesingurinn Unnsteinn Arason bæti það upp ef hann á það til að gleyma merkilegum dögum. Konudaginn árið 2005 kom það einmitt fyrir að hann gleymdi að kaupa blóm fyrir konuna sína, Svövu Víglundsdóttur. „Ég gerði þau mistök ekki aftur og gaf henni heila blómabúð árið eftir,“ segir Unnsteinn og hlær. „Við keyptum búðina af Halldóru Karlsdóttur en þá hét búðin Blómabúð Dóru,“ bætir hann við. Verslunin var til húsa í Hyrnutorgi fyrst um sinn en fluttist þaðan yfir götuna í nýtt húsnæði árið 2009. Í desember 2012 var búðin svo flutt á nýjan leik og þá að Skúlagötu 13 þar sem hún er í dag og heitir nú Blómasetrið – Kaffi kyrrð. Í vor eru liðin tíu ár frá því Unnsteinn og Svava keyptu búðina, sem hefur stækkað og breyst töluvert á þeim tíma. Fyrst voru eingöngu seld blóm og gjafavara en nú hefur bæst við notaleg og góð kaffisala og gistiheimili reka þau að auki.

 

Rætt er við Unnstein, Svövu og Katrínu Huld í Skessuhorni vikunnar.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir