Svona var lóðin útlítandi í dag þegar ljósmyndari Skessuhorns átti leið hjá. Ljósm. arg.

Grunnur að hóteli og íbúðum í miðbæ Borgarness

Starfsmenn Borgarverks í Borgarnesi er nú langt komnir með að moka grunn fyrir húsin sem reisa á við Borgarbraut 57-59 í Borgarnesi. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns verður annars vegar byggt 85 herbergja, fjögurra stjörnu hótel og hins vegar 26 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Á jarðhæð verður þjónusturými og bílageymsla verða undir hluta húsanna. Átætlað er að hótelbyggingin verði fullbúin eftir 13 mánuði en íbúðahlutinn eftir 18 mánuði.

 

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir