Hilmar Sigvaldason með fyrstu eintökin af Travel West 2016. Ljósm. Kolla Ingvars.

Ferðablaðið Travel West 2016 komið í dreifingu

Þá á vel við að Hilmar Sigvaldason vitavörður á Akranesi fengi fyrstu eintökin afhent af nýju Ferðablaði Vesturlands þegar þau komu úr prentun í morgun. Hilmar stendur vakt alla daga vikunnar í Akranesvita og mætir auk þess ef hann er beðinn að opna vitann og leiðsegir gestum um svæðið. Hann er auk þess óþreytandi að afhenda ferðafólki ýmsar upplýsingar um Akranes og Vesturland allt. Líklega er enginn annar ferðaþjónustustaður á Vesturlandi sem dreifir fleiri ferðablöðum yfir árið.

Útgefandi er nú byrjaður að dreifa ferðablöðum á ýmsa þjónustustaði og upplýsingamiðstöðvar. Ferðaþjónar geta nálgast eintök af blaðinu á Markaðsstofu Vesturlands sem er til húsa í Hyrnutorgi í Borgarnesi og á næstu dögum víðsvegar um Vesturland.

Ferðablaðið Travel West 2016 er á íslensku og ensku. Það er 132 síður og litprentað. Útgefandi er Skessuhorn og eru það auglýsendur í blaðinu sem kosta alfarið útgáfu þess. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu af blaðinu með að smella á auglýsingar hér á vefnum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir