Útlit fyrir gott sumar í Bjarkalundi

Hótel Bjarkalundur í Reykhólasveit var formlega opnað um mánaðamótin og munu dyr hótelsins standa gestum opnar út októbermánuð. „Við opnuðum formlega 1. maí en vorum þá reyndar búin að taka á móti gestum frá því á sumardaginn fyrsta. Verðum við með opið fyrir almenna gistingu og veitingar út október,“ segir Logi Guðjónsson hótelstjóri í samtali við Skessuhorn. Hann segir útlitið gott fyrir sumarið, bókanir standi vel. „Sumarið lítur ljómandi vel út. Mér sýnist bókanir vera allt að 70 prósentum fleiri nú en á sama tíma í fyrra,“ segir hann. „Auk þess stefnir allt í að bókanir nú í maí verði allt að tvöfalt fleiri en á síðasta ári. Maí hefur oft verið lélegur mánuður hjá okkur en lítur mjög vel út núna og við erum því bjartsýn á sumarið,“ bætir hann við.

 

Nánar í næsta Skessuhorni.

 

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir