Helga Sjöfn Jóhannesdóttir.

Helga Sjöfn kjörin formaður ÍA fyrst kvenna

Afmælisþing Íþróttabandalags Akraness fór fram þriðjudaginn 3. maí síðastliðinn. Þingið var vel sótt en um var að ræða 72. ársþing ÍA. Á þinginu var Helga Sjöfn Jóhannesdóttir kjörin formaður ÍA og er hún fyrsta konan í 70 ára sögu félagsins til að gegna því embætti. Helga Sjöfn er fædd árið 1985, hún er Skagamaður í húð og hár og ólst upp á Akranesi þar sem hún æfði knattspyrnu með ÍA frá unga aldri. „Ég spilaði upp alla yngri flokkana og upp í meistaraflokk. Ég fór reyndar til Reykjavíkur og spilaði þar þegar kvennaboltinn var lagður niður hér en kom svo aftur til baka og spilaði með félaginu,“ segir Helga Sjöfn sem síðast lék með meistaraflokki kvenna árið 2014. Einnig æfði hún sund fram á unglingsaldur.

 

Rætt er við Helgu Sjöfn í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

 

Líkar þetta

Tengdar fréttir

Fleiri fréttir